Fyrsti leikur sumarsins á Norðurálsvellinum

22.04 2016

Á morgun, laugardaginn 23. apríl, kl. 16:00 tekur meistaraflokkur karla á móti liði Selfoss í fyrsta leik ársins á Norðurálsvellinum. Tæplega tvö ár eru síðan liðin mættust síðast og þá var það í fyrstu deildinni. Báðir leikir þess tímabils enduðu 1-0 fyrir heimaliðin. En við eigum a.m.k. von á mörkum, því markalaus leikur hefur ekki verið skráður á milli þessara liða. 

 

Við hvetjum alla til þess að kíkja á völlinn og sjá strákana spila síðasta leikinn í undirbúningi fyrir Pepsideildina en þeir hefja leik þar á útileik gegn ÍBV þann 1. maí næstkomandi. Fyrsti heimaleikur í deildinni verður svo gegn Fjölni hér á Norðurálsvellinum, fimmtudaginn 12. maí.

 

Áfram ÍA

Til baka