Garðar Gunnlaugs framlengir við ÍA

29.12 2015

Garðar Bergmann Gunnlaugsson hefur framlengt samning sinn við ÍA út keppnistímabilið 2017, en fyrri samningur gilti út tímabilið 2016.  Garðar hefur verið aðalmarkaskorari liðsins undanfarin ár og fékk bronsskóinn í haust þegar hann gerði 9 mörk í 17 leikjum í Pepsideildinni.  “Garðar er mikilvægur hlekkur í liðinu og ég er gríðarlega ánægður með að búið sé að tryggja krafta hans næstu 2 árin” segir Gunnlaugur Jónsson þjálfari meistaraflokks.
Við óskum Garðari til hamingju með samninginn og væntumst mikils af honum í framhaldinu.

Meðfylgjandi mynd var tekin af Garðari ásamt Magnúsi Guðmundssyni formanni KFÍA og Jóni Þór Haukssyni aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla.

Til baka