Garðar Gunnlaugsson fékk bronsskóinn

05.10 2015

Garðar Gunnlaugsson vann um helgina bronsskóinn í Pepsi-deild karla þegar hann skoraði sitt níunda mark í deildinni í 2-1 sigri á ÍBV. Hann gerði þessi níu mörk í 17 leikjum og er það ótrúlega góður árangur sé litið til þess að hann missti af fimm leikjum í sumar vegna meiðsla. 


Garðar hefur tvívegis áður verið nálægt því að fá bronsskóinn en endað í fjórða sæti í bæði skiptin, 2005 og 2012. Þess má svo geta að þetta er í fyrsta sinn síðan 2001 að leikmaður ÍA fær markaskó en það ár fékk Hjörtur Hjartarson gullskóinn fyrir að skora 15 mörk þegar ÍA varð Íslandsmeistari.

 

KFÍA vill nota tækifærið og óska Garðari innilega til hamingju með bronsskóinn og frábæra frammistöðu í sumar.

Til baka