Garðar Gunnlaugsson var maður leiksins gegn Stjörnunni

30.06 2016

Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá mörgum Skagamönnum að í gærkvöldi vann ÍA góðan 4-2 sigur á Stjörnunni og bætti mikilvægum 3 stigum í safnið.

 

Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Garðar Gunnlaugsson var valinn maður leiksins, en hann skoraði 3 mörk í leiknum og einhverjir hafa nú hlotið nafnbótina af minna tilefni.

 

Það var eins og við höfum áður sagt frá Hrönn Eggertsdóttir sem gaf listaverk fyrir mann leiksins en hún hefur kennt mörgum Skagamanninum myndlist í gegnum tíðina. Hrönn gat því miður ekki verið viðstödd til þess að afhenda verkið sjálf, en á meðfylgjandi mynd má sjá Magnús Guðmundsson, stjórnarformann félagsins, afhenda Garðari verkið að leik loknum. Hægt er að hafa samband við Hrönn í síma 431 2781 eða á Facebooksíðu hennar.

 

Stuðningurinn úr stúkunni var líka afar myndarlegur á köflum og hér má sjá smá myndskeið af leikmönnum fagna með stuðningsmönnum eftir leik. 

 

Heilt yfir frábært kvöld á Skaganum!

Til baka