Garðar Gunnlaugsson varð markakóngur Pepsi-deildarinnar

01.10 2016

Garðar Bergmann Gunnlaugsson varð í dag markakóngur Pepsi-deildar karla þegar keppnistímabilinu lauk. Hann spilaði 22 leiki í sumar og skoraði 14 mörk, marki meira en næsti maður. Hann er vel að titilinum kominn og fyrsti Skagamaðurinn í efstu deild karla sem vinnur markakóngstitilinn frá 2001, þegar Hjörtur Hjartarson skoraði 15 mörk.

 

Garðar hefur verið markahæsti maður liðsins síðustu ár og þrátt fyrir að vera orðinn 33 ára gamall er hann enn í toppformi og spilaði sinn fyrsta landsleik á árinu. Garðar er kominn í níunda sæti yfir markahæstu leikmenn ÍA í efstu deild frá upphafi með 41 mark og fór hann yfir Eyleif Hafsteinsson og Ingvar Elísson á tímabilinu. Er Garðar farinn að nálgast menn eins og Pétur Pétursson og Arnar Gunnlaugsson á listanum.

 

Við viljum óska Garðari innilega til hamingju með markakóngstitilinn og frábæra frammistöðu í sumar.

Til baka