Garðar með þrennu í sigri ÍA á Grindavík

15.02 2016

Meistaraflokkur karla lék sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum í Akraneshöllinni í gær.  Lokatölur leiksins urðu 5-0 fyrir ÍA en staðan í hálfleik var 1-0.  Eins og lokatölurnar gefa til kynna var leikurinn eign Skagamanna frá upphafi til enda en Grindvíkingar hafa oftast sýnt meiri mótspyrnu en í gær.  Ásgeir Marteinsson skoraði fyrsta mark leiksins á 14.mín og Garðar B. Gunnlaugsson setti svo í þrennu í síðari hálfleik þegar hann skoraði á 49, 59 og 88 mín.  Hinn 17 ára gamli Stefán Teitur Þórðarson kom síðan inná sem varamaður og innsiglaði stórsigur Skagamanna á 90.mín.

Leikskýrslu leiksins má sjá hér:  http://www.ksi.is/mot/motalisti/leikskyrsla/?Leikur=383833

Næstu leikir strákanna eru annars vegar æfingaleikur gegn Fram í Úlfarsárdal laugardaginn 20.febrúar og síðan er leikur gegn Haukum í Akraneshöllinni í Lengjubikarnum 5.mars.

Til baka