Garðar valinn í A-landsliðshóp

07.01 2016

Garðar Bergmann Gunnlaugsson hefur verið valinn í A-landsliðshópinn sem fer til Abu Dhabi í næstu viku. Ísland mætir þar Finnlandi og Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. Fyrri leikurinn er gegn Finnum miðvikudaginn 13.janúar en leikurinn gegn Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum verður laugardaginn 16.janúar. Garðar missir því af leik gegn FH í fótbolta.net mótinu þann dag. Þetta verða fyrstu landsleikir Garðars sem hefur skorað 98 mörk í 221 leik fyrir ÍA. Þetta er mikill heiður fyrir Garðar og ekki síst félagið að hann skuli vera valinn eftir góða frammistöðu í Pepsi deildinni 2015. 

Til baka