Garðar valinn í landsliðið

25.01 2016

Garðar Gunnlaugsson hefur verið valinn í A-landslið karla fyrir æfingaleik gegn Bandaríkjunum sem fer fram í Los Angeles næstkomandi sunnudag, 31. janúar. Leikurinn er liður í undirbúningi liðsins fyrir þátttöku í EM2016 í Frakklandi í sumar og frábært tækifæri fyrir Garðar til að sýna hvað í honum býr.

 

Stutt er síðan Garðar fékk sitt fyrsta tækifæri í A-landsleik en hann lék þá fyrstu 76 mínúturnar í 1-0 sigri gegn Finnum. Leikið var í Abu Dhabi. Í sömu ferð var einnig leikið gegn Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum en Garðar kom ekki við sögu í þeim leik.

Til baka