Góðir sigrar á Þrótti og FH í fotbolti.net mótinu

16.01 2016

Um síðustu helgi mætti ÍA Þrótti R í fyrsta leik fotbolti.net mótsins í Akraneshöll. Þróttarar hófu leikinn af krafti og komust yfir snemma leiks. Skagamenn komust betur inn í leikinn og undir lok hálfleiksins jafnaði Jón Vilhelm Ákason metin. Í seinni hálfleik voru okkar menn sterkari aðilinn en náðu ekki að brjóta niður vörn gestanna fyrr en undir loks leiksins þegar Arnar Már Guðjónsson og Stefán Teitur Þórðarson skoruðu tvö síðustu mörk leiksins. Lauk leiknum því með góðum 3-1 sigri ÍA. 

 

Í dag lagði ÍA Íslandsmeistara FH að velli í öðrum leik liðsins í fótbolta.net-mótinu með tveimur mörkum gegn einu en leikið var í Akraneshöll. FH byrjaði leikinn betur og komust yfir strax á 5.mín þegar Steve Lennon lyfti boltanum yfir Árna Snæ í marki ÍA. ÍA liðið tók við sér í kjölfarið og lék á köflum afar vel. Besta færi fyrri hálfleiks fékk Tryggvi Hrafn þegar hann skaut yfir úr ákjósanlegu færi eftir frábæra sókn þar sem Steinar lagði boltann fyrir mark FH. Þrátt fyrir góðar sóknir í fyrri hálfleik tókst strákunum ekki að skora og staðan því í hálfleik 0-1 fyrir FH.

 

Byrjunarlið ÍA:
Árni Snær
Andri Geir
Arnór Snær
Gylfi Veigar
Eggert Kári
Aron Ingi
Arnar Már(f)
Albert
Ásgeir
Steinar
Tryggvi Hrafn

 

Skagamenn héldu áfram á sömu braut í síðari hálfleik og spiluðu ljómandi fínan leik. Héldu áfram að þjarma að liði FH. Stefán Teitur fékk upplagt færi í byrjun seinni hálfleiks en markvörður FH varði frá honum. Aftur var það Steinar sem lagði upp færið með góðri sendingu. Það var loks Arnór Snær sem jafnaði fyrir ÍA á 80.mín með góðum skalla eftir aukaspyrnu Jóns Vilhelms. Liðin skiptust á að sækja á lokamínútum leiksins en það var Steinar Þorsteinsson sem skoraði sigurmarkið á 89.mín eftir góðan undirbúning Arnars Más og Jóns Vilhelms.

 

Skiptingar:
Albert Hafsteinsson - Hafþór Pétursson 45.mín
Tryggvi Hrafn Harladsson - Stefán Teitur Þórðarson 45.mín
Ásgeir Marteinsson - Ólafur Valur Valdimarsson 65.mín
Aron Ingi Kristinnsson - Jón Vilhelm Ákason 75.mín
Steinar Þorsteinsson - Guðfinnur Þór Leósson 90.mín

Til baka