Góður árangur hjá okkar mönnum í Færeyjum

22.04 2015

U-17 ára landslið karla gerði góða ferð á undirbúningsmót í Færeyjum þar sem þeir tryggðu sér sigur á mótinu, með tvo sigra og eitt jafntefli. Skagastrákarnir Guðfinnur Þór Leósson og Arnór Sigurðsson komu báðir við sögu í öllum leikjum liðsins og náðu sér þar með í mikilvæga reynslu sem mun áreiðanlega nýtast þeim vel bæði fyrir ÍA og framtíðarverkefni með landsliðinu.

Hér má sá frétt um árangurinn á fotbolti.net: http://fotbolti.net/news/21-04-2015/u17-landslidid-vann-gull-i-faereyjum

Til baka