“Góður leikur gegn firnasterku liði FH” sagði Gunnlaugur Jónsson

26.01 2015


 "Þetta var heilt yfir virkilega góður leikur gegn firnasterku liði og margir jákvæðir punktar til að byggja á. Ég var sértaklega ánægður með það að við skyldum koma svona ákveðnir til leiks eftir slakan leik um síðustu helgi og svo var ég ánægður með hvernig við leystum varnarleikinn þegar svo marga varnarmenn vantaði í liðið."  sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari eftir leik Skagamanna gegn FH á laugardag. En leikurinn tapaðist naumlega 1:2.


Það var erfitt við þjálfarana að stilla upp varnarlínu fyrir þennan leik gegn FH, Ármann, Teitur, Arnór og Ingimar eru enn meiddir,  Darren er væntanlegur til landsins í næstu viku, Gylfi var frá vegna náms og þeir brugðu á það ráð að láta kantmennina Þórð Þ og Óla Val spila bakvarðarstöðurnar og Gulli Brands og Sindri voru hafsetnar. Þetta gekk vel og sýndi liðið mjög þéttan varnarleik og hinir nýju bakverðir stóðu vaktina vel.  Marko Andelkovic frá Serbíu var á reynslu í þessum  leik og þar fer leikreyndur spilari sem er með gott auga fyrir spili og að stjórna sóknarleik.   Þetta var annars tíðindlítill fyrir hálfeikur og aðeins eitt afgerandi færi þegar Árni Snær sá við hinum breska Lennon í upplögðu færi.    Síðari hálfleikur var öllu líflegri, FH komst yfir með marki sem var óþarfi að fá á sig. Ekki leit þetta vel út þegar Þórður Þ lét reka sig útaf á 64 mín og skömmu síðar fór Sindri útaf meiddur á ökkla en Skagaliðið gafst ekki upp og Garðar jafnaði með stórkostlegu aukaspyrnumarki af 25 metra færi.  Skagamenn fengu svo upplagt tækifæri að ná forystunni og klára leikinn þegar hinn ungi Steinar Þorsteinsson komst einn í gegn en Róbert markmaður sá við honum.  FHingar skoruðu svo sigurmarkið í uppbótartíma og þar við sat.

Byrjunarlið:
Árni Snær
Þórður Þ. Þórðar - Sindri Snæfells - Guðlaugur Brandsson - Ólafur Valur Valdimarsson
Eggert Kári - Marko Andelkovic - Hallur Flosason - Ásgeir Marteinsson
Arnar Már  - Garðar Gunnlaugs

Varamenn:  
Jón Vilhelm - Marko Andelkovic (75 mín)
Oliver Bergmann - Sindri Snæfells (75 mín)
Steinar Þorsteinsson - Ásgeir Marteinsson (80 mín)

Ónotaðir varamenn:
Guðmundur Sigurbjörnsson
Albert Hafsteinsson
Árni Árnason
Aron Ingi Kristinsson

Skagamenn enduðu í 3. sæti síns riðils og ekki er ljóst við hverja þeir leika um 5-6 sætið en leikstaður og leiktími er ekki ákveðinn.

 

Til baka