Góður sigur á Fram í æfingaleik

23.02 2016

Meistaraflokkur karla lék æfingaleik við Fram í Akraneshöllinni um liðna helgi. Fyrri hálfleikur var frekar tíðindalítill en okkar menn fengu nokkur færi sem ekki nýttust og því var markalaust í hálfleik. Í síðari hálfleik kom meira líf í leikinn og Garðar Gunnlaugsson skoraði gott mark eftir stoðsendingu frá Aroni Inga Kristinssyni.

 

Skömmu síðar jöfnuðu Framarar en Skagamenn sóttu stíft og það skilaði sér þegar Garðar Gunnlaugsson skoraði sitt annað mark. Garðar hélt áfram að gera gestunum lífið leitt því hann átti þátt í mörkum frá Jóni Vilhelm Ákasyni og Albert Hafsteinssyni undir lok leiksins. Okkar menn léku fínan leik og hefðu getað skorað fleiri mörk en leikurinn endaði með öruggum 4-1 sigri. 

 

Næsti leikur strákanna er svo gegn Haukum í Lengjubikarnum 5. mars í Akraneshöllinni. 

Til baka