Góður sigur á Grindvíkingum

25.07 2014

Skagamenn mættu í kvöld Grindavík á Norðurálsvellinum og lyktaði leikurinn með góðum 2:0 sigri okkar manna.  Leikurinn var nokkuð fjörugur og mikið um færi.  Í fyrri  hálfleik fékk Eggert 2 dauðafæri áður en Jón Vilhelm kom Skagamönnum yfir á 45.mín eftir flotta sendingu frá Garðari.  Í síðari hálfleik opnaðist leikurinn nokkuð, Grindvíkingar sóttu nokkuð til að byrja með án þess að skapa sér færi en Skagamenn unnu sig aftur inní leikinn og skoruðu verðskuldað 2:0 á 74.mín en þar var að verki Garðar Gunnlaugsson með sitt ellefta mark í sumar þegar hann skoraði með góðu skoti úr teignum.  Bæði lið áttu góð færi undir lok leiksins án þess að skora en okkar menn urðu fyrir áfalli á lokamínútu leiksins þegar Árni Snær markvörður var rekinn út af eftir misheppnað úthlaup, þar sem dómarinn taldi hann hafa brotið af sér sem aftasti varnarmaður.  Strangur dómur þetta.  Lokaúrslitin 2:0 eins og áður sagði og Skagamenn ennþá í 2. sæti með 24. stig eftir 13 umferðir.

 

Næsti leikur verður gegn Víkingum í Ólafsvík miðvikudaginn 30.júlí.

 

Sjá frekari umfjöllun um leikinn á Fótbolti.net hér:  http://fotbolti.net/game.php?action=view_article&id=1265

 

Sjá viðtal við Gulla þjálfara hér:   http://fotbolti.net/news/24-07-2014/gulli-jons-faerin-sem-vid-skopum-nanast-einn-tugur

Til baka