Góður sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar

21.02 2015

Skagamenn unnu góðan sigur í Lengjubikarnum  á íslandsmeisturum  Stjörnunnar 2:0 í Akraneshöllinni í morgun.

Það var hinn ungi og efnilegi Ásgeir Marteinsson sem kom Skagamönnum yfir í fyrri hálfleik og Arnar Már Guðjónsson bætti við öðru marki á 74 mínútu og gulltryggði sigurinn.

Skagamenn hafa nú sex stig eftir tvo leiki en Stjarnan er með aðeins eitt stig einnig eftir tvo leiki.

Byrjunarlið Skagamanna var þannig skipað:

Árni Snær Ólafsson – Darren Lough, Ármann Smári Björnsson, Gylfi Veigar Gylfason , Þórður Þorsteinn Þórðarson -  Ásgeir Marteinsson, Jón Vilhelm Ákason, Arnar Már Guðjónsson,  Albert Hafsteinsson – Eggert Kári Karlsson, Garðar Bergmann  Gunnlaugsson.

Varamenn: Guðmundur Sigurbjörnsson,  Guðlaugur Þór Brandsson, Ingimar Elí Hlynsson,  Steinar Þorsteinsson,  Árni Þór Árnason,  Teitur Pétursson,  Kristófer Daði Garðarsson.

Til baka