Góður sigur gegn Þór á Akureyri

27.02 2015

Skagamenn unnu góðan 2:1 sigur gegn Þór frá Akureyri í gærkvöldi í Lengjubikarnum.

Leikurinn fór fram í Boganum á Akureyri. Það var Garðar Gunnlaugsson sem kom Skagamönnum á bragðið í fyrri hálfleik og Arnar Már Guðjónsson bætti öðru marki við í síðari hálfleik áður en Þórsrar náðu að minnka muninn og lokatölur 2:1 fyrir Skagamenn.

Skagamenn eru nú í efsta sæti riðilsins með 9 stig eftir þrjá leiki 

Til baka