Góður sigur hjá Skagastelpum
27.06 2015Meistaraflokkur kvenna sigraði lið ÍR/BÍ/Bolungarvík 5-0 í 1.deild kvenna A-riðli í dag. Skagastelpur höfðu nokkra yfirburði í leiknum og hefðu getað skorað fleiri mörk. Í hálfleik var staðan 3-0 með mörkum frá Bryndísi Rún Þórólfsdóttur, Maren Leósdóttur og Eyrúnu Eiðsdóttur. Í síðari hálfleik bættu Eyrún og svo Unnur Ýr Haraldsdóttir við mörkum. Liðsuppstillingar o.fl. má nálgast á vef KSÍ hér : http://www.ksi.is/mot/motalisti/leikskyrsla/?Leikur=375352
Besti leikmaður leiksins hjá ÍA var valin Eyrún Eiðsdóttir og fékk hún að launum fallegt textíllistaverk eftir Friðriku Eygló Gunnarsdóttur listamann og textílkennara við Grundaskóla á Akranesi. Henni eru færðar kærar þakkir fyrir gjöfina.
Meðfylgjandi mynd var tekinn eftir leikinn þegar Eygló afhenti Eyrúnu verðlaunin.
Næsti leikur hjá stelpunum er á útivelli gegn Keflavík fimmtudaginn 2. júlí.