Góður sigur hjá stelpunum gegn Aftureldingu
30.01 2016Meistaraflokkur kvenna lék við Aftureldingu í Faxaflótamótinu í Mosfellsbæ í dag. Lokatölur urðu 4-0 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 3-0. Góður og sannfærandi sigur hjá stelpunum okkar. Heiður Heimisdóttir skoraði fyrstu tvö mörkin og hin 15 ára gamla Bergdís Fanney Einardóttir bætti þriðja markinu við. Í síðari hálfleik skoraði svo Maren Leósdóttir og innsiglaði sigur Skagakvenna.
Næsti leikur í Faxanum er gegn Stjörnunni laugardaginn 13. febrúar í Akraneshöllinni.
Nánari umfjöllun um leikinn er á fótbolti.net hér: http://fotbolti.net/news/30-01-2016/faxafloamotid-ia-setti-fjogur-gegn-aftureldingu
Byrjunarlið og gangur leiksins á vef KSÍ hér: http://www.ksi.is/mot/motalisti/leikskyrsla/?Leikur=381625