Góður sigur hjá stelpunum gegn Selfossi

09.01 2015

Meistaraflokkur kvenna spilaði sinn fyrsta leik á árinu í Faxaflóamótinu á móti Selfossi föstudagskvöldið 9. janúar.
Byrjunarliðið var þannig skipað:
Berglind Hrund stóð í markinu
Aníta Sól, Hulda Margrét, Birta og Alex Bjarka skipuðu varnarlínuna
Bryndís Rún og Gréta voru á miðjunni
Unnur Ýr og Emilía á köntunum
Aldís Ylfa og Maren frammi

Í fyrri hálfleik voru stelpurnar gríðarlega agaðar og skipulagðar í sínum varnarleik og átti Selfoss fá svör við því. Stelpurnar náðu að byggja upp margar góðar sóknir og fengu 4-5 mjög góð færi þar sem vantaði aðeins upp á til klára með marki. Skagastelpur áttu m.a. skot í slá og eina skiptið sem vörnin klikkaði hjá okkar stelpum áttu Selfosstelpur skot í stöng. Staðan var því 0-0 í hálfleik.
Þórður þjálfari gerði 3 breytingar í hálfleik.
Heiður kom inn fyrir Aldísi, Eyrún kom inn fyrir Emilíu og Elínborg kom inn fyrir Huldu.
Í seinni hálfleik byrjuðu stelpurnar ekki nógu vel og lentu 1-0 undir.
Þær komu þó sterkar til baka og jöfnuðu í 1-1 með marki frá Unni Ýr eftir stoðsendingu frá Maren. Þegar u.þ.b. 5 mínútur voru eftir af leiknum fengu Skagastelpur horn sem Eyrún tók og eftir smá klafs í teignum tókst Birtu að koma boltanum inn fyrir línuna, 2-1 fyrir ÍA.
Leikurinn endaði svoleiðis, með verðskulduðum sigri Skagastúlkna.
Í seinni hálfleik fengu nokkrar ungar og efnilegar að spreyta sig en Unnur Elva, Hrafnhildur Arín og Linda María komu allar inn á fyrir Unni Ýr, Maren og Bryndísi.
Næsti leikur stelpnanna er laugardaginn 17. janúar gegn Breiðablik á útivelli en næsti heimaleikur er föstudaginn 30. janúar klukkan 19:15 gegn Aftureldingu og hvetjum við alla til að mæta og styðja stelpurnar í þeirri baráttu.

Til baka