Góður sigur hjá stelpunum gegn Val

24.03 2015

Stelpurnar léku í kvöld gegn Val í 2. leik sínum í Lengjubikarnum og gerðu sér lítið fyrir og unnu með tveimur mörkum gegn einu. 
Valur varð fyrri til að skora um miðjan fyrri hálfleik en Unnur Ýr Haraldsdóttir skoraði bæði mörk ÍA, það fyrra úr víti í fyrri hálfleik og sigmarkið kom um miðjan síðari hálfleik, skot utan úr teig eftir góða pressu frá skagaliðinu.  Valsstelpur voru meira með boltann framan af en skagastúlkur vörðust vel og áttu snarpar sóknir. 
Þegar leið á leikinn varð meira jafnræði með liðunum og fengu okkar stúlkur nokkur góð færi til að skora.  Liðið var skipað eftirtöldum leikmönnum: Vilborg Júlía í marki. Í vörninni léku Alexandra, Birta, Hulda og Aníta. Á miðjunni voru Eyrún, Gréta, Bryndís og Unnur og frammi léku Maren og Aldís Ylfa. Heiður og Eva María komu inn á í síðari hálfleik

Til baka