“Góður stígandi í leik okkar” sagði Garðar Bergmann Gunnlaugsson

19.03 2015

„Það hefur verið góður stígandi í leik okkar í vetur. „ sagði Garðar Bergmann Gunnlaugsson , framherji Skagamanna  „Þjálfararnir eru að móta það lið sem við leggjum upp með í sumar.  Efniviðurinn er góður. Mér lýst mjög vel á það sem ég hef séð til erlendu leikmannanna, Þeir hafa góða boltatækni og kunna greinilega ýmislegt fyrir sér, en vantar enn upp á leikæfinguna og eiga eftir að aðlagast hópnum betur.  Þeir eiga örugglega eftir að styrkja hópinn mikið.“

Garðar sagði að gott gengi liðsins í Lengjubikarnum ætti örugglega eftir að efla sjálfstraustið  hjá leikmönnum fyrir komandi átök í sumar í Pepsídeildinni .

„Okkar besti leikur í Lengjubikarnum var tvímælalaust gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar en við þurftum síðan að berjast vel  fyrir því að sigra Þór fyrir norðan á dögunum.  En leikurinn gegn Val í síðustu viku var kaflaskiptur hjá okkur.  Við vorum ekki nægjanlega vel stemmdir í fyrri hálfleik  og fengum því á okkur þrjú mörk. Það hefði verið hægt að komast í veg fyrir a.m.k tvö þeirra. Við þéttum okkur í síðari hálfleiknum og náðum að setja mark á þá og vorum óheppnir að skora ekki fleiri mörk“

Garðar sagði að næsti leikur gegn Keflvíkingum á laugardaginn væri mikilvægur til þess að tryggja sigur í  riðlinum í Lengjubikarnum og síðan væri lokaleikurinn gegn Fjarðarbyggð um aðra helgi.

Til baka