“Gríðarlega ánægður með sigurinn” sagði Gunnlaugur Jónsson

23.02 2015

„Ég er gríðarlega ánægður með þennan sigur ,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari eftir frábæran sigur Skagamanna gegn Stjörnunni á laugardagsmorguninn.

„Við vorum grimmir allan tímann og uppskárum eins og við sáðum. Við skoruðum tvö frábær mörk og áttum að bæta við mörkum. Það var virkilega gaman að sjá framfarir hinna ungu leikmanna, sem voru Þórður Þórðarson í hægri bakverðinum og Albert Hafsteinsson á miðjunni, þeir voru öruggir í sínum aðgerðum og eru virkilega að minna á sig.“

„ Við þurfum  samt að koma okkur niður á jörðina því við eigum erfiðan leik gegn Þór frá Akureyri, nyrðra n.k. fimmtudag.“ sagði Gunnlaugur

Eins og Gunnlaugur sagði þá var þetta glæsilegur sigur, Strákarnir léku sterkan varnarleik allan tímann, voru mjög fastir fyrir og Íslandsmeistararnir komust lítt áleiðis.

Ásgeir Marteinsson kom ÍA yfir  strax á 4 mínútu með frábæru skoti vinstra megin fyrir utan teig upp í fjær hornið, algjörlega óverjandi. Annað markið kom um miðbik síðari hálfleiks þegar Garðar Gunnlaugsson sendi glæsilega sendingu inná Arnar Már sem tók boltann frábærlega niður hélt varnarmanni frá sér og skoraði örugglega.  Sigur liðsheildarinnar,  þar sem allir hjálpuðust að og Stjarnan komst lítið áleiðis og voru Skagamenn nær því að bæta við mörkum en að Stjarnan minnkaði muninn.

Byrjunarlið Skagamanna var þannig skipað :

Árni Snær
Þórður Þ.Þ. - Ármann Smári - Gylfi Veigar - Darren Louch
Jón Vilhelm - Arnar Már - Albert Hafsteins - Ásgeir Marteins
Garðar G - Eggert Kári


Skiptingar:
69m. Ingimar Elí Hlyns - Jón Vilhelm
90m. Árni Þór Árnason - Þórður ÞÞ

ónotaðir varamenn:
Guðmundur Sigurbjörnsson
Guðlaugur Þór Brandsson
Steinar Þorsteinsson
Teitur Pétursson
Kristófer Daði Garðarsson

Til baka