Guðmundur Hreiðarsson nýr markmannsþjálfari ÍA

21.02 2015

Guðmundur Hreiðarsson hefur samið við ÍA um að sjá um  markmannsþjálfun meistaraflokks karla. Samningurinn gildir til loka tímabils 2015.

Ráðning Guðmundar er mikið ánægjuefni fyrir ÍA. Guðmundur hefur mikla reynslu af markmannsþjálfun en hann hefur m.a. verið hluti af þjálfarateymi Íslenska landsliðsins um árabil, hann hefur séð um markmannsþjálfaraskóla KSÍ, auk þess hefur hann séð um þjálfun markvarða hjá KR frá árinu 2008-2014.

“Við erum í skýjunum með að hafa fengið Guðmund til liðs við okkur. Koma hans mun án efa hjálpa okkur gríðarlega á þessu sviði. Við erum sannfærðir um að markmenn okkar þeir Árni Snær og Páll Gísli muni njóta góðs af reynslu hans í Pepsí deildinni í sumar. Við lítum líka á þetta sem mikið tækifæri fyrir Pál Gísla að hefja sinn feril í markmannsþjálfun. Eyþór Óli sem hafið hefur störf sem markmannsþjálfari 2.fl.kk. og 3-4.fl.kvk. mun einnig koma að þessu samstarfi þannig að við teljum að koma Guðmundar muni hafa sterk áhrif á allt okkar starf í kringum markmenn ÍA.” segir Jón Þór Hauksson yfirþjálfari og aðstoðarþjálfari mfl.kk. ÍA.

Til baka