Guðrún Karítas og Ásta Vigdís með U19 í Litháen

16.09 2014

Skagaliðið á tvo fulltrúa í U19 landsliði kvenna sem nú etur kappi um sæti í milliriðlum EM en leikið er í Litháen. Þetta eru þær Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir og Guðrún Karítas Sigurðardóttir. Liðið hefur farið vel af stað í riðlinum og unnið fyrstu tvo leiki sína en fyrst vannst öruggur 8-0 sigur á liði heimamanna í Litháen þar sem Guðrún Karítas spilaði frábærlega og skoraði þrennu.

Í gærdag vannst síðan góður 0-1 sigur á liði Króatíu þar sem Guðrún Karítas fékk rautt spjald um miðjan fyrri hálfleik og verður því væntanlega í leikbanni leik um efsta sæti riðilsins þegar þær mæta liði Spánverja á fimmtudaginn kemur.

U19 liðið hefur þó núþegar tryggt sæti sitt í milliriðli og gerði það með sigrinum á liði Króata. Þess má geta að þriðji Skagamaðurinn er með í för en það er Þórður Þórðarson, þjálfari mfl. kvenna ÍA en hann er aðstoðarþjálfari U19 liðsins og sendir heimasíða KFÍA þeim öllum bestu kveðjur út um gott gengi í lokaleiknum gegn liði Spánverja.

Til baka