Guðrún Karítas valin efnilegust

20.10 2014

Afhending verðlauna fyrir keppnistímabilið í Pepsi-deild karla og kvenna fór nú fram síðdegis í höfuðstöðvum KSÍ.


Þar voru veitt verðlaun m.a fyrir markahæstu leikmennina, dómara ársins, stuðningsmenn ársins, þjálfara ársins og svo fyrir efnilegustu og bestu leikmenn tímabilsins.


Guðrún Karítas Sigurðardóttir leikmaður ÍA, var valin efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar kvenna en ljóst er að um mikla viðurkenningu er að ræða fyrir leikmanninn enda það eru leikmenn deildarinnar sem hafa atkvæðarétt í þessari útnefningu.


Knattspyrnufélag ÍA óskar Guðrúnu innilega til hamingju með verðlaunin.

Til baka