Gylfi Veigar og Tryggvi Hrafn framlengja við ÍA

02.10 2015

Gylfi Veigar Gylfason og Tryggvi Hrafn Haraldsson hafa báðir framlengt samning sinn við félagið í 2 ár.  Gylfi Veigar er 22 ára varnarmaður, sem látið hefur að sér kveða í sumar.  Hann hefur leikið 60 leiki fyrir ÍA og skorað 1 mark, þar af eru 23 leikir í Íslandsmóti.
Tryggvi Hrafn er 19 ára efnilegur sóknarmaður sem hægt og bítandi hefur unnið sér sæti í leikmannahópi ÍA.  Hann hefur leikið 5 leiki (þar af 3 í Íslandsmóti) og gert 1 mark.  Tryggvi Hrafn lék einnig með 2.flokki í sumar og gerði þá 11 mörk í 14 leikjum.
“Ég er ánægður með að þessir efnilegu Skagamenn séu klárir í framhaldið með okkur.  Ég vænti þess að þeir spili stærra hlutverk í liðinu næsta sumar”, segir Gunnlaugur Jónsson þjálfari meistaraflokks ÍA.

Til baka