Hafþór var valinn maður leiksins gegn Breiðablik

25.09 2016

Það er vel við hæfi að verðlaunin fyrir mann leiksins fari til varnarmanns, enda var töluvert mikið að gera hjá þeim í dag. Að þessu sinni varð Hafþór Pétursson fyrir valinu. Það má segja að þetta sé sérlega eftirtektarverð frammistaða hjá þessum unga leikmanni en í dag lék hann aðeins sinn annan leik í meistaraflokki fyrir ÍA.

 

Hann fékk að launum málverk eftir Jóhönnu Vestmann frá Akranesi. Hún hefur sótt námskeið í Myndlistaskóla Reykjavíkur síðastliðin 4 ár hjá Hlíf Ásgrímsdóttur. Hún hefur haldið margar samsýningar, en hún notar mest acrýl og olíu í sín verk. Þetta glæsilega verk sem maður leiksins fær er skírsktotun til gamalla húsa á Akranesi og auðvitað Akrafjallið í baksýn. Við þökkum Jóhönnu kærlega fyrir hennar framlag.

 

Á myndinni má sjá Elsu Maríu Einarsdóttur, barnabarn listakonunnar, afhenda Hafþóri verkið.

Til baka