Hátíðlegur aðalfundur KFÍA
19.02 2016Ársskýrslu KFÍA 2015 má finna hér: https://sagan.kfia.is/assets/rsskýrsla_KFÍA_2015_final_final_18_febrúar_2016.pdf
Fimmtudaginn 18. febrúar 2016 var aðalfundur Knattspyrnufélags ÍA (KFÍA) haldinn í hátíðarsal ÍA á
Jaðarsbökkum á Akranesi. Magnús Guðmundsson, formaður KFÍA setti fundinn og fram kom í hans
máli að rekstur félagsins gengur vel og fer iðkendum fjölgandi á milli ára í yngstu aldursflokkunum.
Haraldur Ingólfssonar framkvæmdastjóra KFÍA kynnti ársreikning félagsins fyrir árið 2015 og kom
fram að fjármálin eru í góðu jafnvægi og í samræmi við áætlanir. Fundurinn var vel sóttu en
heiðursgestur á fundinum var Geir Þorsteinsson formaður Knattspyrnusambands ÍA og flutti hann
ávarp.
Á fundinum voru eftirtalin kosin í aðalstjórn, uppeldissvið og fagráð Knattspyrnufélags ÍA:
Aðalstjórn
Magnús Guðmundsson, formaður
Sævar Freyr Þráinsson, varaformaður
Örn Gunnarsson
Ólafur Ingi Guðmundsson
Vktor Viktorsson
Bjarnheiður Hallsdóttir
Dýrfinna Torfadóttir
Þórir Björgvinsson
Uppeldissvið
Lárus Ársælsson, formaður
Gísli Karlsson
Rannveig Guðjónsdóttir
Jóhannes Hjálmar Smárason
Arnbjörg Stefánsdóttir
Guðmundur Páll Jónsson
Kristrún Marteinsdóttir
Fagráð
Sturlaugur Sturlaugsson, formaður
Hrefna Ákadóttir
Karl Þórðarson
Aðalfundurinn var óvenju hátíðlegur að þessu sinni en á honum var haldið upp á að 70 ár eru liðin frá
stofnun Íþróttablandalags ÍA og 30 ár frá stofnun Knattspyrnufélags ÍA innan vébanda
Íþróttabandalagsins. Félagið er sigursælasta knattspyrnulið karla á Íslandi frá árinu 1951 og hefur
ekkert lið orðið Íslandsmeistari oftar á þessu tímabili. Félagið hefur 18 sinnum orðið Íslandsmeistari,
níu sinnum bikarmeistari, þrisvar sinnum deildabikarmeistari og fimm sinnum hefur félagið orðið
meistarar meistaranna. Einnig hefur félagið leikið liðlega 70 leiki í Evrópukeppnum.
Í tilefni afmælisins veitti Geir Þorsteinsson eftirtöldum einstaklingum gull og silfurmerki KSÍ:
Gullmerki: Karl Þórðarson og Sigmundur Ámundason
Silfurmerki karlar: Pálmi Haraldsson, Kári Steinn Reynirsson, Gunnlaugur Jónsson, Sturlaugur Haraldsson og Guðbjörn Tryggvason.
Silfurmerki konur: Laufey Sigurðardóttir, Halldóra Gylfadóttir, Magnea Guðlaugsdóttir, Jónína Víglundsdóttir, Steindóra Steinsdóttir,
Margrét Ákadóttir, Ragnheiður Jónasdóttir og Kristín Aðalsteinsdóttir sem var fyrsta landsliðskona ÍA.
Í tilefni afmælisins veitti Knattspyrnufélag ÍA eftirtöldum einnig gullmerki og heiðursviðurkenningar félagsins:
Gullmerki:
Ólafur Þórðarson
Ólafur hefur átt langan og farsælan feril í knattspyrnustarfi hjá ÍA. Hann lék 377 leiki með ÍA og
skoraði 59 mörk. Hann varð sex sinnum Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari sem
leikmaður. Ólafur þjálfaði liðið frá 1999 til 2006 og á þeim tíma gerði hann ÍA að Íslandsmeisturum
einu sinni, bikarmeisturum tvisvar sinnum og deildarbikarmeisturum einu sinni. Hann á að baki 72 A-
landsleiki þar sem hann skoraði fimm mörk.
Sigmundur Ámundason
Sigmundur var í stjórnunarstöðu hjá KFÍA frá 2000 til 2014 þar sem hann sinnti starfi gjaldkera af
festu og ábyrgð. Hann er mikill áhugamaður um knattspyrnu og hefur haldið utan um getraunastarf
KFÍA um margra ára skeið. Sigmundur hefur einnig sinnt ýmsum öðrum verkefnum fyrir hönd
félagsins í gegnum árin.
Halldóra Sigríður Gylfadóttir
Halldóra hefur átt langan og farsælan feril í knattspyrnustarfi hjá ÍA. Hún lék 105 leiki í efstu deild
fyrir félagið og skoraði 43 mörk. Hún varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari og fjórum sinnum
bikarmeistari með ÍA. Halldóra á að baki 13 A-landsleiki þar sem hún skoraði eitt mark. Hún hefur
einnig komið að þjálfun yngri flokka KFÍA og sinnti því starfi um árabil.
Guðjón Guðmundsson
Guðjón var læknir hjá meistaraflokki karla í KFÍA um áratugaskeið þar sem hann sinnti starfi sínu af
fagmennsku og heilindum. Hann er mikill áhugamaður um knattspyrnu og hefur verið lykilmaður í að
tryggja heilsu leikmanna félagsins. Guðjón hefur einnig sinnt ýmsum öðrum verkefnum fyrir hönd
félagsins í gegnum árin.
Heiðursviðurkenningar:
Pétur Ottesen
Pétur hefur komið að ýmsu starfi hjá KFÍA og sinnt þularstarfi á keppnisleikjum Akranesliðsins um
árabil. Hann var einnig knattspyrnudómari hjá KFÍA um margra ára skeið. Þá var hann um skeið
bæjarfulltrúi á Akranesi og studdi knattspyrnustarfið vel á þeim vettvangi.
Sigríður Þorsteinsdóttir
Sigríður hefur komið að ýmsu starfi hjá KFÍA. Hún vann lengi að foreldrastarfi innan félagsins og
aðstoðaði oft í kringum leiki og mótahald. Einnig sat hún um nokkurra ára skeið í Uppeldissviði KFÍA.
Brandur Sigurjónsson
Brandur hefur lengi komið að ýmsu starfi hjá KFÍA. Hann spilaði með félaginu um nokkurra ára skeið
og hefur verið í fararbroddi við framkvæmd og vinnu við Norðursálsmótið. Einnig hefur hann komið
að foreldrastarfi félagsins.
Þórður Þórðarson
Þórður hefur verið ötull stuðningsmaður félagsins um árabil og komið víða við í þeim efnum. Eins og
faðir hans og afi hefur hann í gegnum fyrirtæki þeirra Bifreiðastöð ÞÞÞ stutt knattspyrnustarfið á
Akranesi með ráðum og dáð. Knattspyrnufélagið stendur í stórri þakkarskuld við hann og fyrirtækið.
Sæmundur Víglundsson
Sæmundur var um árabil meðal fremstu knattspyrnudómara landsins og dæmdi í úrvalsdeildinni á
árunum 1987 – 1997. Hann tók einnig þátt í alþjóðlegum verkefnum og kom að verkefnum sem
dómari hér á heimaslóð bæði hjá þeim yngri og eldri flokkum félagsins. Sæmundur var svo
framkvæmdastjóri KFÍA um nokkurra ára skeið.
Fótboltaárið 2016 er spennandi fyrir ÍA ekki síst vegna þess að félagið á nú lið í efstu deild
meistaraflokka karla og kvenna. Fótboltaárið 2016 er líka spennandi fyrir Íslands í heild vegna
Evrópukeppninnar í knattspyrnu karla í Frakklandi næsta sumar. Því fylgja ýmis tækifæri og aukin
athygli á knattspyrnuna sem íþrótt.