Haust hjá Knattspyrnufélagi ÍA

01.09 2015

Nú eru skólarnir byrjaðir og vetrarstarfið fer að rúlla af stað. Flokkaskipti fara fram um miðjan september og um svipað leiti munu æfingatöflur vetrarins taka gildi af fullum þunga. Þangað til er svolítið óvissu- og millibilsástand á æfingum. Við biðjum foreldra/forráðamenn að sýna okkur biðlund, við gerum okkur grein fyrir því að þetta er lúxusvandamál , en við erum með mikinn fjölda iðkenda, yfir tuttugu þjálfara og takmarkað pláss til æfinga sem taka þarf tillit til þegar taflan er sett saman. Hér viljum við fara yfir nokkur atriði sem við viljum koma á framfæri:

 

Nýskráningar. 
Opnað hefur verið fyrir skráningu í 8. Flokk (börn fædd 2010 eða síðar) í Nóra,  nánari leiðbeiningar er að finna hér: http://www.kfia.is/um_kfia/skra_idkanda/ Æfin.gagjöld fyrir nýja iðkendur eru 6.500 kr. fram til áramóta. Athugið að þeir iðkendur sem hafa verið skráðir í 8. flokk á árinu þurfa ekki að skrá sig aftur núna. Æfingar hjá 8. flokki eru á fimmtudögum, stelpurnar æfa frá 16:15-17:00, strákar fæddir 2012 eða síðar 16:15-17:00 og strákar fæddir 2010 og 2011 kl. 17:10-18:00. Æfingarnar fara fram í sal íþróttahússins á Jaðarsbökkum og börnin koma í fylgd með foreldrum en þjálfari stýrir æfingunni.
Skráning iðkenda sem fæddir eru 2009 eða fyrr er ekki opin í Nóra sem stendur. Þeir sem vilja hefja æfingar geta haft samband við skrifstofu á netfangið skrifstofa@kfia.is eða í síma 433-1109 til þess að ganga frá skráningu.

 

Flokkabreytingar.
Eins og áður segir verða flokkabreytingar formlega um miðjan september. Iðkendur munu ljúka þeim yfirstandandi verkefnum (eins og t.d. Íslandsmóti) með sínum gamla flokki. Nýir iðkendur sem eru að koma inn núna byrja æfingar með sínum jafnöldrum og flytjast upp með þeim þegar breytingarnar ganga í garð.
Þrátt fyrir þetta mega iðkendur sem fæddir eru 2009 byrja að mæta á æfingar hjá 7. Flokki (þurfa ekki að bíða eftir flokkabreytingunum). Þær æfingar eru á þeim tíma sem þau eru í frístund og starfsfólk frístundar sendir þau af stað á æfingar. Nemendur í Grundaskóla hafa um skamman veg að fara en nemendur úr Brekkubæjarskóla fara með strætisvagni. Starfsfólk frístundar fylgir þeim að vagninum fyrstu dagana á meðan þau eru að venjast við og þau eru sótt á stoppistöð hér við Jaðarsbakka.

 

Pappírssala í september
Við minnum að lokum á að síðasta pappírssala ársins verður í gulu skemmunni á Faxabraut 10 á morgun 2. september og fimmtudaginn 3. september frá kl. 16:30-19:30. Afslátturinn fyrir þau heimili sem bættu við sig vakt á Norðurálsmóti nemur verði einnar pakkningar eða 3.800 kr.

Til baka