Haustfundur uppeldissviðs 2016

11.10 2016

Í gær var haustfundur uppeldissviðs haldinn í fyrsta skipti, en í ár var tekið upp á þeirri nýbreytni að bjóða foreldrum iðkenda hjá félaginu upp á fræðsluerindi og tengja það við reglubundna foreldrafundi þjálfara með sínum flokkum.

 

Fundurinn fór fram í sal Grundaskóla og fyrirlesari var Halldór Björnsson, yfirmaður hæfileikamótunar KSÍ og þjálfari U17 ára landsliðs karla. Fyrirlesturinn var léttur og skemmtilegur og fjallaði um stuðning foreldra við börn í fótbolta, samskipti foreldra og þjálfara og fleira í þeim dúr, en Halldór hefur mikla reynslu af slíku, bæði sem fótboltaforeldri og þjálfari.

 

Fyrirlesturinn var fluttur tvisvar og það voru samtals um 120 manns sem sóttu þá. Takk fyrir komuna, þið sem sáuð ykkur fært að mæta.

Til baka