Haustið 2016 hjá yngstu iðkendunum

29.08 2016

Nú stendur yfir mikið púsluspil við að koma saman æfingatöflum vetrarins, enda ekkert létt verk með yfir 500 iðkendur og dágóðan fjölda þjálfara. Það sem flækir málin líka er að flokkaskipti geta ekki farið fram fyrr en í kringum miðjan september þar sem enn eru eftir leikir í mótum. Eina undantekningin frá því eru nýjasti árgangurinn í grunnskólanum, en börn fædd 2010 byrja strax í þessari viku æfingar í 7. flokki. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta getur valdið við skipulagningu vetrarins og munum að sjálfsögðu gefa út æfingatöfluna um leið og hún liggur fyrir. En fram að flokkaskiptum verða æfingar með eftirfarandi hætti:

 

6. flokkur karla - eldri (f. 2006) - Þjálfari: Skarphéðinn Magnússon

Mánudaga 15:00-16:00

Fimmtudaga 16:00-17:00

Föstudaga 15:00-16:00

 

6. flokkur karla - yngri (f. 2007) - Þjálfari: Skarphéðinn Magnússon

Mánudaga 14:00-15:00

Miðvikudaga 16:00-17:00

Föstudaga 14:00-15:00

 

6. flokkur kvenna (2006 og 2007) - Þjálfari: Aldís Ylfa Heimisdóttir

Mánudaga 15:00-16:00

Miðvikudaga 14:00-15:00

Fimmtudaga 15:00-16:00

 

7. flokkur karla - eldri (f. 2008) - Þjálfari: Skarphéðinn Magnússon

Þriðjudaga 15:00-16:00

Miðvikudaga 15:00-16:00

Fimmtudaga 15:00-16:00

 

7. flokkur karla - yngri (f. 2009 og 2010) - Þjálfari: Skarphéðinn Magnússon

Þriðjudaga 14:00-15:00

Miðvikudaga 14:00-15:00

Fimmtudaga 14:00-15:00

 

7. flokkur kvenna (f. 2008, 2009 og 2010) - Þjálfari: Aldís Ylfa Heimisdóttir

Mánudaga 15:00-16:00

Miðvikudaga 14:00-15:00

Fimmtudaga 15:00-16:00

 

8. flokkur, bæði strákar og stelpur (f. 2011 eða síðar) - Aldís Ylfa Heimisdóttir

Fimmtudaga 16:15-17:00

 

Þá iðkendur sem hafa verið skráðir inn og æfingagjöld greidd fyrir árið 2016 þurfa ekki að skrá sig aftur, hvorki núna né við flokkaskiptin. Nýir iðkendur eru að sjálfsögðu einnig velkomnir. Fyrir þá sem hafa aldrei æft fótbolta áður mælum við með því að þau fái að prófa 2-3 æfingar og sjá hvernig þeim líkar áður en gengið er frá skráningu. Í 8. flokki er svo opið fyrir skráningu í gegnum Nóra (hér: https://ia.felog.is/) en í hina flokkana þarf að skrá í samráði við skrifstofu, það má gera í tölvupósti á skrifstofa@kfia.is eða í síma 433-1109. 

Til baka