“Hefðum getað náð betri úrslitum gegn KR” sagði Arnar Már Guðjónsson

03.04 2015

„Við hefðum alveg getað náð betri úrslitum út úr æfingaleiknum gegn KR-ingum“ sagði Arnar Már Guðjónsson um lekinn  sem fram fór í Akraneshöllinni á miðvikudag.

„KR-ingar voru reyndar sprækari í fyrri hálfleiknum og skoruðu eina mark sitt og leiksins eftir um hálftíma leik og var daninn Sören Fredriksen þar að verki..“

"Við komum mun ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og vorum hársbreidd frá því að jafna þegar Þórður Þorsteinn Þórðarson komst einn í gegn um vörn KR-inga en varnarmenn KR náðu að bjarga ásíðustu stundu.“ sagði Arnar Már.

Skagamenn halda nú í æfingaferð til Danmerkur n.k. fimmtudag og dvelja þar fram á sunnudag  við æfingar hjá danska úrvalsdeildarliðinu FC Nordjælland.

Til baka