Heimaleikir komandi viku hjá ÍA

27.05 2016

Það eru nú svona heldur færri leikir á dagskrá hér heima næstu vikuna en voru í nýliðinni viku. Ástæðan fyrir að ég set ekki staðsetningar á leikina er að það er svolítið breytilegt eftir veðri og öðrum aðstæðum hvort leikið er í Akraneshöllinni eða á útisvæðinu.

 

Fyrsti leikurinn verður raunar á sunnudaginn, 29. maí, kl. 16:00 þegar stelpurnar í 3. flokki kvenna taka á móti FH. 

 

Þriðjudaginn 31. maí kl. 20:00 tekur svo 2. flokkur kvenna á móti Breiðablik/Augnablik.

 

Daginn eftir, 1. júní, tekur 2. flokkur karla hjá ÍA/Kára á móti Fram. A-liðin leika kl. 18:00 og B-liðin kl. 20:00.

 

Að lokum tekur 5.flokkur kvenna hjá ÍA á móti FH fimmtudaginn 2. júní. A og C liðin leika kl. 18:00 en B liðið kl. 18:50.

Til baka