Helgin 15.-17. apríl í Akraneshöllinni

15.04 2016

Dagskrá helgarinnar í Höllinni um helgina hefst í kvöld kl. 20:00 þegar mfl. kvenna tekur á móti Þrótti í Lengjubikarnum. Okkar stelpur hafa tækifæri til þess að lyfta sér a.m.k. tímabundið á topp riðilsins með sigri í kvöld en þær eru sem stendur í 3. sæti hans með 4 stig eftir 3 leiki. Þróttarstelpur eru án stiga.

 

Á morgun, laugardag, tekur meistaraflokkur karla á móti Leiknismönnum í æfingaleik kl. 11:00. Seinnipartinn, eða kl. 16:00 tekur 5. flokkur kvenna á móti Breiðabliki í Faxaflóamótinu.

 

Á sunnudaginn kl. 11:30  tekur 4. flokkur karla hjá ÍA á móti Keflavík í Faxaflóamótinu og síðar um daginn, kl. 16:00 tekur 3. flokkur karla á móti Völsungi.

 

Góða helgi, og áfram ÍA!

Til baka