Helgin 19.-21. febrúar í Akraneshöllinni

19.02 2016

Eins og allar helgar er höllin okkar full af fótbolta núna um helgina.

 

Í kvöld kl. 20 mun 3.fl.kvk taka á móti KA stelpum í æfingaleik

 

Á morgun, laugardag, mun meistaraflokkur karla opna Höllina með æfingaleik gegn Fram.  Liðin mættust síðast í Lengjubikar þessa sömu helgi fyrir 2 áraum síðan og lauk þeim leik með 1-0 sigri ÍA. Það er aldrei að vita nema strákarnir okkar endurtaki leikinn, en það verður að teljast líklegt að það verði a.m.k. skorað mark eða mörk þar sem það þarf að fara alveg aftur til 2005 til að finna markalausan leik á milli þessara félaga.

 

5. flokkur karla hjá ÍA ætlar að fá Aftureldingu í heimsókn um helgina, bæði laugardag og sunnudag. Þeir taka við höllinni eftir að leik mfl.kk lýkur á laugardeginum og spila þar bolta næstu tvo tíma. Gestirnir koma svo aftur á sunnudagsmorguninn kl. 9 og verða til hádegis.

 

Klukkan 15:00 á laugardagin munu FH og Þór eigast við í Lengjubikar karla og í beinu framhaldi, kl. 17:00 tekur Kári á móti Vængjum Júpíters í fótbolti.net mótinu, en það er toppslagur í þeirra riðli.

 

Á sunnudaginn kl. 12:30 mun 4. flokkur karla taka á móti Aftureldingu á Faxaflóamótinu í 8 manna liðum.

 

ÍA/Kári í 2. flokki mun taka á móti Stjörnunni/KFG í Faxaflóamótinu kl. 14:00 en bæði lið eru þar með 9 stig, í 4.-5. sæti fyrir leikinn, Stjarnan/KFG þó með leik til góða. Sömu félög munu svo tefla saman B-liðunum sínum kl. 15:45. Hjá B-liðum er ÍA/Kári í 6. sæti fyrir leikinn en Stjarnan/KFG í 9. sætinu.

 

Gleðilega knattspyrnuhelgi!

Til baka