Helgin í Akraneshöllinni

29.04 2016

Nú styttist óðum í sumarið og að tími grasvallanna fari að renna upp. Engu að síður er nóg um að vera í Akraneshöllinni þessa helgina.

 

Í kvöld kl. 20:00 tekur 4. flokkur kvenna hjá ÍA á móti KA stelpum í æfingaleik.

 

Á morgun, laugardag, kl. 12:00 tekur A-lið 4. flokks karla hjá ÍA á móti Stjörnunni og B-liðin takast svo á strax í kjölfarið, eða kl. 13:20. Báðir leikirnir eru í Faxaflóamótinu og bæði ÍA liðin eru nálægt miðjunni í sinni deild á meðan lið Stjörnunnar eru neðar í töflunni.

 

Kl. 16:00 sama dag taka svo heimamenn í Kára á móti Njarðvík í fyrstu umferð Borgunarbikarsins, óhætt að segja að alvaran sé að hefjast hjá Káramönnum!

 

Faxaflóamótið heldur svo áfram á sunnudaginn en kl. 13 tekur 8 manna lið 4. flokks karla á móti sameinuðu liði Selfoss/Hamars/Ægis og 8 manna lið 4. flokks kvenna tekur á móti HK á sama tíma.

 

Góða helgi og áfram ÍA (og Kári)

Til baka