Helgin í Akraneshöllinni

20.01 2017

Það er nóg af fótbolta um helgina og allir okkar leikir eru hér heima, aldrei þessu vant.

 

Á morgun, laugardaginn 21. janúar, kl. 15:00 tekur A-lið 3. flokks karla á móti FH í Faxaflóamótinu. Okkar strákar sitja í neðsta sætinu en hafa leikið 1-2 leikjum minna heldur en hin liðin svo með góðum úrslitum væri tækifæri til að lyfta sér ofar í töfluna.

 

Næst tekur 2. flokkur karla, ÍA/Kári, við og tekur á móti Stjörnunni/KFG. Leikur A-liðsins hefst kl. 17:00. Fyrir leikinn eru heimamenn í 8. sæti en Stjarnan/KFG í því 4. en gestirnir hafa leikið 2 leikjum meira. Í beinu framhaldi, kl.  18:45, mætast svo B-liðin. Staðan er svipuð hjá B-liðunum, ÍA/Kári í 7. sæti en Stjarnan/KFG í 2. sæti en hefur leikið 3 leikjum meira. 

 

Á sunnudagsmorguninn, kl. 11, tekur A-lið 4.fl.kk á móti FH. Fyrir leikinn munar aðeins einu stigi á milli liðanna, en FH situr í 4. sæti og ÍA í 6. sætinu. B-liðin leika kl. 12:20. FH hefur einnig forskot þar, situr í 2. sæti eftir 4 leiki á meðan ÍA er í 4. sætinu.

Til baka