Hin hliðin – “Hjörtu og nýru var uppáhaldsmaturinn minn” segir Maren Leósdóttir leikmaður kvennaliðs

19.05 2014

Við höldum áfram yfirheyrslum okkar á leikmönnum meistaraflokks karla og kvenna undir liðnum “Hin hliðin” en næstur í röðinni er efnilegur sóknarmaður kvennaliðs ÍA, Maren Leósdóttir.

Maren sem er uppalinn Skagamaður er 20 ára gömul en hún á að baki 33 leiki með meistaraflokk kvenna og hefur skorað í þeim 12 mörk. Maren sem er sóknarmaður á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana enda lék móðir hennar, Halldóra Gylfadóttir lengi vel með Skagaliðinu og kvennalandsliðinu við góðan orðstýr.

Við lögðum nokkrar léttar spurningar fyrir Mareni nú á dögunum en skemmtileg tilsvör hennar má sjá hér að neðan.

 

Fullt nafn: Maren Leósdóttir
Gælunafn: Ætli mæsa sé ekki vinsælast
Aldur: 20 ára   
Gift/sambúð/á föstu? Á föstu
Börn: 0
Hvað gerir þú (starf/nemi)? Ég vinn í HB Granda
Hvernig bíl keyrirðu? Citroen C3
Uppáhaldssjónvarpsefni: Pretty, Banshee og fleira
Uppáhalds facebookvinur: Er með alltof marga skemmtilega sem er erfitt að gera upp á milli!
Fyrsti geisladiskur sem þú eignaðist: Minnir að hann hafi verið með Jóhönnu Guðrúnu
Uppáhaldsskemmtistaður fyrr og síðar: Kaupféglagið
Hvaða lag kemur þér í “gírinn”? Remember the name með fort minor
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: komið J
Besta bíómyndin? Engin sérstök en Pitch Perfect kemur manni alltaf í gott skap;)
Uppáhaldshljómsveit? Þar segi ég pass
Uppáhaldsdrykkur? Malt og appelsín
Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Eigum við ekki að halda honum leyndum..
Frægasti vinurinn í símanum? Það eru nú því miður ekki mikið um frægð þar
Hvaða stöðu spilaðir þú í yngri flokkum? Kant, frammi, miðju
Ertu hjátrúafull fyrir leiki – ef svo er hvernig þá? Borða alltaf mangó fyrir leik
Syngurðu í sturtu? jú það kemur fyrir
Uppáhaldslið í enska? Manchester United
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? KR
Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Margrét Lára
Erfiðasti andstæðingur? Andrea hjá Blikum kemur fyrst upp allavega
Besti samherjinn á ferlinum? Mér þykir mjög þæginlegt að hafa Eyrúnu í kringum mig
Sætasti mómentið/sigurinn á ferlinum? Heimaleikurinn gegn KR sem við unnum 3-0! Besta sem ég veit
Mestu vonbrigði á ferlinum? Þessi silfur alltaf hreint...
Ef þú fengir að velja einn leikmann í heiminum í þitt lið. Hver yrði það? Ramona Bachmann h
Hvern í liðinu þínu myndir þú kjósa á þing? Guðrún Valdísi
Grófasti leikmaður ÍA-liðsins að þínu mati? Gréta
Besti íþróttafréttamaðurinn/”lýsarinn”? Gummi Ben
Hefurðu skorað sjálfsmark? Nei það held ég nú ekki.
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik á ferlinum: Stendur alveg upp úr þegar við vorum að keppa úrslitaleik á Vildbjerg cup og þegar fyriliðinn í hinu liðinu ætlaði að fara ráðast á Valdísi! Var frekar skrautlegt haha
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki ÍA? Hausið 2009 minnir mig
Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta? Þetta er nú bara þokkalegt eins og þetta er
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingum? Finnst ekki gaman að færa mörkin
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Rúmið mitt er alltaf best
Hversu lengi ertu að koma þér í gang á morgnanna? Yfirleitt 30 mín
Hver er uppáhaldsíþróttamaðurinn þinn? Lionel Messi
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum? Já, aðallega íslenska landsliðinu í handbolta
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? Adidas Nitrocharge 2.0 þangað til ég fæ mér nýja
Í hverju varstu/ertu lélegust í skóla? Landafræði
Vandræðalegasta augnablik? Þau eru nú þó nokkur en ekkert sérstakt sem stendur uppúr
Komdu með eina staðreynd um þig sem flestir vita ekki um: Hjörtu og nýru var uppáhaldsmaturinn minn
Spurning frá síðasta viðmælanda, Guðrúnu Karítas Sigurðardóttir - Hvaða markmið hefur þú sett þér í fótboltanum? Halda mínu sæti í liðinu og svo auðvitað ætlum við að halda okkur uppi í Pepsi.
Komdu með spurningu á næsta viðmælanda?  Ef þú mættir velja einhvern einn frægan einstakling til að eyða heilum degi með, hver yrði það?

Við þökkum Mareni fyrir spjallið og óskum henni alls hins besta með Skagaliðinu í sumar í Pepsi-deild kvenna.

Til baka