Hrefna á láni til ÍA

13.05 2016

Hrefna Þuríður Leifsdóttir varnarmaður Stjörnunnar er komin á tímabundið lán til ÍA.  Hrefna er  19 ára og hefur verið í meistaraflokkshópi Stjörnunnar undanfarin misseri og á 4 U17 landsleiki að baki.  Hún er góð viðbót i ungt lið ÍA sem hefur leik í Pepsideildinni gegn FH á morgun.  Við bjóðum Hrefnu velkomna á Skagann og væntum mikils af henni í baráttunni framundan.

Til baka