Hulda gerir 1 árs samning við ÍA

23.02 2015

Hulda Margrét Brynjarsdóttir hefur samið við ÍA til 1 árs.  Hún er uppalin hjá félaginu og lék síðast með ÍA árið 2012.  Hulda, sem verður 22 ára á árinu, er sterkur varnar- og miðjumaður sem kemur til með að auka breiddina hjá stelpunum.  Hún hefur leikið 23 leiki og skorað 4 mörk fyrir ÍA.

Meðfylgjandi mynd var tekin af Huldu og Haraldi Ingólfssyni framkvæmdastjóra KFÍA eftir undirritun samningsins.

Til baka