ÍA-ÍBV mfl.karla laugardag

03.02 2017

Á morgun fer fram leikur um 3.sætið í fótbolta.net-mótinu. ÍA tekur á móti ÍBV og hefst leikurinn kl.11:00 í Akraneshöll.

“ Við eigum von á hörkuleik. ÍBV hefur verið að leika vel í þessu móti og hafa verið að styrkja leikmannahóp sinn vel. Við vorum ánægðir með okkar leik um síðustu helgi gegn Víking Ó. Mér fannst sá leikur vel spilaður af okkar hálfu. Að vísu vantar töluvert af mönnum í leikinn á morgun en það gefur okkur tækifæri til að prófa nýja menn og færa menn til á vellinum. Við erum því spenntir fyrir leiknum, “ segir Jón Þór Hauksson aðstoðarþjálfari ÍA.

Til baka