ÍA-Tindastóll þriðjudaginn 19. ágúst kl. 18:45

18.08 2014

Skagamenn mæta Tindastóli á Norðurálsvellinum á morgun kl. 18:45.  Við vekjum athygli á að leiknum hefur verið flýtt um hálftíma vegna birtuskilyrða.  

Það er stutt á milli leikja þessa dagana en það er líka bara fínt að fá tækifæri til að komast á sigurbraut aftur sem fyrst.  Andstæðingur okkar að þessu sinni er Tindastóll sem situr á botni deildarinnar með 3 stig eftir 16. umferðir.  Fyrri leikur liðanna í sumar endaði með sigri okkar manna 0-5 en ljóst er að "Stólarnir" munu selja sig dýrt og eru sýnd veiði en ekki gefin.

Leikmannahópurinn er laus við meiðsli og leikbönn og býður því Gunnlaugs þjálfara það erfiða en jafnframt skemmtilega verkefni að velja leikmannahópinn fyrir morgundaginn.  Gott fyrir þjálfara að geta valið úr öllum hópnum fyrir leik!

Vonandi verða okkar menn á skotskónum á morgun og nái þannig að tryggja stöðu liðsins í 2. sæti.

Mætum og hvetjum strákana til sigurs.

Áfram Skagamenn !

Til baka