Æfingaleikur hjá mfl.kvk: ÍA-Víkingur 7-0

14.11 2016

Síðastliðið föstudagskvöld fékk meistaraflokkur kvenna Víking, Ólafsvík, í heimsókn í Akraneshöllina. Eins og í síðustu viðureignum liðanna höfðu Skagastúlkur mikla yfirburði, en bæði lið tefldu fram fremur ungum leikmannahópum.  Markaskorunin dreifðist vel en Bergdís Fanney skoraði tvö mörk og þær Veronica, Maren, Bryndís, Unnur Elva og Heiðrún Sara sitt markið hver. 

 

Æfingar eru núna komnar á fullt skrið hjá stelpunum og stefnt er á að þær leiki a.m.k. tvo æfingaleiki í viðbót fyrir jól. Við segjum nánar frá þeim síðar.

Til baka