ÍA - Stjarnan á morgun - hittingur í Safnaskálanum

02.05 2015

Það er komið að þessu, fyrsti stórleikurinn á tímabilinu þegar Íslandsmeistarar Stjörnunnar koma í heimsókn á morgun kl. 17.  Hugmyndin er að allir stuðningsmenn hittist í Safnaskálanum kl. 15:30 og mæti GULIR OG GLAÐIR.  Kaffi og kleinur í boði og léttar veitingar til sölu, sem og stuðningsmannavörur.   Síðan verður skrúðganga með trommuslætti uppúr kl. 16:30 frá Safnaskálanum á Norðurálsvöll.

Stuðningsmenn Stjörnunnar "Silfurskeiðin" mun mæta á Safnasvæðið um kl. 16:15 og vera með í skrúðgöngunni.

Jón Gunnlaugsson verður með smá upprifjun á leikjum tengdum ÍA og Stjörnunnar um kl. 16.

Þess má geta að Erna Hafnes, bæjarlistamaður Akraness, er með opna myndlistarsýningu á Safnasvæðinu en hún gefur manni leiksins listaverk að þessu sinni.  Tilvalið að skoða sýningu Ernu sem og að skoða íþróttasafnið sem er opið.

Aðalstyrkaraðili leiksins er Íslandsbanki og minnum við á Facebook leik Íslandsbanka þar sem þú tippar á úrslit leiksins og getur unnið ÍA treyju og miða á völlinn !

Áfram Skagamenn !

Til baka