ÍA - Breiðablik í Pepsideild kvenna á morgun kl. 18 ATH breyttan leiktíma

07.07 2014

Stelpurnar mæta Breiðablik á Norðurálsvellinum á morgun kl. 18:00.  Við vekjum athygli á breyttum leiktíma en leiknum hefur verið flýtt vegna fyrri undanúrslitaleiksins á HM á morgun.  Við hvetjum fólk til að mæta á völlinn og styðja stelpurnar

 

Í hálfleik verður hægt að kaupa kaffi, kleinu og happdrættismiða fyrir 500 krónur og rennur allur ágóði til meistaraflokks kvenna.
Happdrættisvinninginn gefur Dýrfinna Torfadóttir gullsmiður og verður dregið úr seldum happdrættismiðum í seinni hálfleik.
Maður leiksins fær að gjöf mynd eftir Ernu Hafnes Magnúsdóttur bæjarlistamann Akraness.  Rammar og myndir, Skólabraut 27, gefa innrömmun myndar.

 

Aðalstyrktaraðili leiksins er verslunin Model, Þjóðbraut 1, Akranesi.

Til baka