ÍA - Breiðablik í Pepsideild kvenna á morgun kl. 18 ATH breyttan leiktíma
07.07 2014Stelpurnar mæta Breiðablik á Norðurálsvellinum á morgun kl. 18:00. Við vekjum athygli á breyttum leiktíma en leiknum hefur verið flýtt vegna fyrri undanúrslitaleiksins á HM á morgun. Við hvetjum fólk til að mæta á völlinn og styðja stelpurnar
Í hálfleik verður hægt að kaupa kaffi, kleinu og happdrættismiða fyrir 500 krónur og rennur allur ágóði til meistaraflokks kvenna.
Happdrættisvinninginn gefur Dýrfinna Torfadóttir gullsmiður og verður dregið úr seldum happdrættismiðum í seinni hálfleik.
Maður leiksins fær að gjöf mynd eftir Ernu Hafnes Magnúsdóttur bæjarlistamann Akraness. Rammar og myndir, Skólabraut 27, gefa innrömmun myndar.
Aðalstyrktaraðili leiksins er verslunin Model, Þjóðbraut 1, Akranesi.