ÍA fékk háttvísisverðlaun á ársþingi KSÍ um helgina
16.02 2015Knattspyrnufélag ÍA fékk Drago-styttuna svokölluðu fyrir prúðmannlegan leik í 1.deild karla síðasta sumar. Það var formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, sem afhenti formanni félagsins Magnúsi Guðmundssyni viðurkenninguna.
Drago stytturnar hljóta þau lið í efstu tveimur deildum karla, sem sýna prúðmannlegastan leik miðað við gul og rauð spjöld dómaranna.
Sjá nánar frétt á vef KSÍ: http://www.ksi.is/um-ksi/arsthing/nr/12392