ÍA-ÍBV í Pepsideild kvenna kl. 17:30 á morgun
30.06 2014Stelpurnar mæta Eyjastúlkum í Pepsideildinni á morgun, þriðjudaginn 1. júlí kl. 17:30. síðasti leikur liðsins voru mikil vonbrigði og eru stelpurnar staðráðnar í því að leggja allt í sölurnar á morgun. Áætlað er að leikurinn fari fram á Norðurálsvellinum en þar sem veðurútlit er frekar slæmt á morgun verður tekin ákvörðun í hádeginu um hvort leikurinn verði færður í Akraneshöllina. Færum fréttir af því þegar ákvörðun hefur verið tekin. Við hvetjum fólk til að mæta og hvetja stelpurnar okkar til sigurs á morgun.