ÍA (KDA) fékk dómaraverðlaun á ársþingi KSÍ um helgina

16.02 2015

Verðlaun voru veitt tveimur félögum fyrir góða frammistöðu í dómaramálum.  Sem fyrr þurfti að uppfylla 10 skilyrði til þess að teljast fyrirmyndarfélag í þeim efnum.  FH og ÍA stóðust skilyrðin og teljast því vera fyrirmyndarfélög í dómaramálum 2014.  Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, afhenti formanni félagsins, Magnúsi Guðmundssyni, viðurkenningu á 69. ársþingi KSÍ.

Fyrst og fremst er það Knattspyrnudómarafélag Akraness (KDA) sem á heiðurinn skilið að þessum verðlaunum, en félagið hefur haldið úti öflugu starfi dómara á Akranesi um árabil.  Í forsvari fyrir KDA eru m.a. Ívar Orri Kristjánsson, Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, Valgeir Valgeirsson, Steinar Berg Sævarsson og Björn Valdimarsson en þeir dæma allir í efstu deild á Íslandi.  Til hamingju með verðlaunin KDA !

 

Sjá einnig frétt á vef KSÍ:  http://www.ksi.is/um-ksi/arsthing/nr/12394

Til baka