ÍA lagði Víking Ólafsvík í Höllinni í morgun

28.01 2017

Meistaraflokkur karla fékk Víking frá Ólafsvík í Akraneshöllina í morgun í lokaleik A riðils fótbolta.net mótsins.

 

Það var jafnræði með liðunum í byrjun en það voru Skagamenn sem komust yfir þegar Tryggvi Haraldsson skaut í slána og Steinar Þorsteinsson fylgdi á eftir, var fyrstur á boltann og skallaði boltanum inn 1-0 eftir 19 mínútur. Aðeins þremur mínútum síðar skoraði Ólafur Valur Valdimarsson glæsilegt mark með fyrnaföstu skoti fyrir utan teigs sem söng í hægra horninu. Guðmundur Steinn Hafsteinsson minnkaði muninn skömmu fyrir hálfleik. Leikurinn var í járnum í seinni hálfleik en heimamenn tóku öll völdin undir lok leiksins og gerði Ragnar Már Lárusson gott mark eftir frábæra sendingu Steinars á 80. mínútu og á lokamínútu leiksins skoraði Garðar Gunnlaugsson fjórða markið með frábæru langskoti. Virkilega fínn 4-1 sigur staðreynd og liðið situr á toppnum riðilsins með 6 stig en það kemur í ljós á þriðjudaginn hvort liðið endar í fyrsta eða öðru sæti riðils þegar Stjarnan fær Ólafsvíkinga í heimsókn.

 

Byrjunarliðið:
Ingvar Kale
Hallur Flosa - Gylfi Veigar - Hafþór Péturs - Aron Ingi
Þórður ÞÞ - Iain Wiliams - Albert Hafsteins - Ólafur Valur
Steinar Þorsteins - Tryggvi Haralds

 

Varamenn:
Arnar Már Guðjóns - Gylfi Veigar (37m)
Aron Ýmir - Hallur Flosa (70m)
Guðfinnur Leósson - Iain Williams (70m)
Garðar Gunnlaugs - Tryggvi Haralds (75m)
Ragnar Már Lárusson - Ólafur Valur (77m)

Til baka