ÍA leikir helgina 2.-4. desember

02.12 2016

Nú eru yngri flokkarnir okkar að byrja að tínast í jólafrí en það eru samt sem áður fimm flokkar sem eiga leiki nú um helgina.

 

Fyrsti leikur helgarinnar er á morgun, laugardag, kl. 14:00 og fer fram á gervigrasinu við Kórinn í Kópavogi þar sem 3.flokkur karla, A-lið, heimsækir HK. Leikurinn er liður í Faxaflóamótinu og staðan í deildinni gefur til kynna ákveðið jafnræði með liðunum, en hvort um sig hafa þau leikið tvo leiki, unnið einn og tapað einum.

 

2. flokkur karla, ÍA/Kári, leikur hér heima í Akraneshöllinni á laugardaginn gegn Keflavík, A-liðið kl. 15:00 og B-liðið kl. 17:00. Bæði liðin hafa leikið einn leik í mótinu, A-liðið vann sigur á Grindavík en B-liðið tapaði naumlega fyrir FH.

 

Sunnudaginn 4. desember hefur 4. flokkur karla leik en B2 liðið heimsækir Stjörnuna á Bessastaðavöll kl. 10:00 í Faxaflóamótinu. Þetta er annar leikur beggja liða í mótinu en bæði töpuðu sínum fyrsta leik. Hin liðin fara í Reykjaneshöllina sama dag og mæta Keflavík, A-liðið á leik kl. 12:00 og B-liðið kl. 13:20. Bæði liðin hafa 3 stig eftir 2 leiki en bæði lið Keflvíkinga eru án stiga.

 

4. flokkur kvenna leikur hér heima í Akraneshöllinni sama dag gegn sameinuðu liði Sellfoss/Hamars/Ægis. A-liðið leikur kl. 13:00 en B-liðið kl. 14:20. Þetta er fyrsti leikur B-liðsins í Faxaflóamótinu en A-liðið vann stórsigur í fyrsta leik.

 

Kl. 16:00 tekur svo B-lið 3.flokks karla einnig á móti liði Selfoss/Hamars/Ægis hér í Höllinni. Þetta er annar leikur liðsins í Faxaflóamótinu en sá fyrsti tapaðist.

 

Það er svo 2. flokkur kvenna sem rekur lestina en þær heimsækja Val á Valsvöll kl. 18:00 á sunnudaginn.   Þetta er þriðji leikur Skagastúlkna í Faxaflóamótinu í ár en þær eiga einn sigur og eitt tap að baki.

 

Áfram ÍA

Til baka