ÍA mætti KA á laugardaginn
12.12 2016Á laugardaginn mættu strákarnir í mfl.karla nýliðum í KA. Leikið var 2x60 mín og tefldu bæði lið fram tveimur liðum sitthvorar 60.mínúturnar. Fyrri leikur liðanna endaði 0-0 þar sem Skagamenn voru sterkari aðilinn og komst Arnar Már Guðjónsson næst því að skora þegar hann skaut framhjá af stuttu færi. Leikurinn var ágætlega leikinn en endaði eins og áður sagði með markalausu jafntefli.
Lið ÍA í fyrri leik liðanna:
Guðmundur Sigurbjörnsson
Hallur - Hafþór - Gylfi - Aron Ingi
Ragnar Már - Arnar Már - Albert - Óli Valur
Garðar (f) - Tryggvi
Seinni leik liðanna lauk svo með sigri KA manna sem skoruðu þrjú mörk gegn engu. Lokatölurnar segja þó ekki alla söguna því bæði lið sóttu stíft og Skagamenn sköpuðu sér fín færi til að skora. Næst því komst nýjasti leikmaður liðsins austfirðingurinn Stefán Ómar Magnússon en í tvígang varði markvörður KA glæsilega frá honum í upplöggðu færi. Í bæði skiptin eftir laglegann undirbúning Þórðar Þorsteins.
Lið ÍA í seinni leiknum:
Guðmundur (Gunnar Bragi 30.mín)
Árni Þór - Hafþór (Oskar W. 30.mín) - Guðfinnur Þór - Hilmar
Þórður Þorsteinn - Arnór Sig - Helgi Jóns - Kristófer Daði
Steinar Þorsteins - Stefán Ómar